sunnudagur, 10. september 2006

Æ já. Ég er með blogg.

Allavega, ég fór í mitt fyrsta partí í yfir ár í gær. Það var haldið heima hjá Björgvini og spúsu hans, Svetlönu og var að því tilefni að þau eru byrjuð að leigja saman. Teitið varð merkilegt fyrir þær sakir að í því voru grænmetisætur í meirihluta eða um 70%.

Partíið var mjög skemmtilegt og fær það 10 í einkunn af 10 mögulegum.

Það gera 0,04 í einkunn fyrir hvert kíló af osti sem ég borðaði í teitinu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.