fimmtudagur, 24. ágúst 2006

Ég hef ákveðið að versla mér nuddhaus á sturtuna mína sem ég á reyndar eftir að versla.

Áður en ég kaupi mér hágæðasturtuna þarf ég þó fyrst að versla mér eða byggja risahúsnæði.

Áður en það tekst ætla ég þó að vera búinn að greiða niður skuldirnar sem fylgdu náminu.

Áður en ég greiði niður skuldirnar og byggi mér hús verð ég að vera búinn að finna mér vinnu, helst á austurlandi.

Áður en ég fæ mér vinnu á austurlandi þarf ég að finna mér vinnu í Reykjavík þar sem ég hyggst vinna í vetur ásamt því að leigja íbúð með Soffíu.

Áður en ég fæ mér vinnu í Reykjavík þarf ég að flytja suður en það verður gert á sunnudaginn næstkomandi.

Þannig að ég kaupi mér nuddhaus í sturtuna mína eftir ca 30-35 ár.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.