föstudagur, 25. ágúst 2006

Í dag er dagurinn sem enginn svarar í símann. Leiðinleg tilviljun að þetta er einmitt sá dagur ársins sem ég hringi mest allra á landinu. Hér er dæmi:

* Hringdi í DV 5 sinnum. Svaraði aldrei.
* Hringdi í beint númer hjá ákveðnum starfsmanni DV. Svaraði ekki.
* Hringdi í GSM númer hjá ákveðnum starfsmanni DV. Svaraði ekki.
(* Sendi ákveðnum starfsmanni DV e-mail. Svaraði ekki.)
* Hringdi í ráðningastjóra 365 miðla. Svaraði ekki.
* Hringdi í Soffíu tvisvar. Svaraði í hvorugt skiptið.
* Hringdi í þjónustuver BTnet.is tvisvar. Beið í 5 mínútur á línunni. Svaraði ekki.
* Hringdi í þjónustuver Símans tvisvar. Beið í 5 mínútur á línunni. Svaraði ekki.
* Hringdi í pabba. Svaraði ekki.
* Hringdi í Góða Hirðinn. Svaraði ekki.

Og svona mætti lengi telja. Það mætti halda að tæknin geri fólk það kleift að sjá að ég er að hringja, eða eitthvað sambærilegt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.