mánudagur, 24. júlí 2006

Þegar þessi úrskurður er lesinn af venjulegu fólki: "Ákærðu eru gefin að sök brot á ákvæðum almennra hegningarlaga, laga um bók­hald og hlutafélög á árunum 1998 til 2002..."

...gerist þetta venjulega í hausnum á því:
"Ákærðu eru gefin að sök brot á ákvæðum almennra hegningarlaga, laga um bók­hald og hlutafélög á árunum 1998 til 2002...(ah. ég skil)"

Þetta gerist hinsvegar hjá mér:
"Ákærðu eru (shit hvað mér leiðist). Ákærðu eru gefin að sök (Hver eru aftur þessi ákærðu?). ...gefin að sök brot á ákvæðum almennra hegningarlaga (þetta er ótrúlega leiðinlegt. Ég hlakka til að vera búinn að lesa þetta), laga um bók­hald og hlutafélög (ég get ekki meira. Ég mun deyja við að lesa þetta). ...laga um bókhald og hlutafélög á árunum 1998 til (Nóg komið! Nú drep ég mig) 2002... (Hvað gerði ég aftur við sögina mína?)"

Eftirfarandi ályktun er dregin:
Lögfræði = Viðbjóður
Viðbjóður = Barnaníðingar
Lögfræði = Barnaníðingar
Barnaníðingar = Bannaðir með lögum

Þannig færst að Lögfræði ætti að vera bönnuð með lögum.

Einfalt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.