föstudagur, 23. júní 2006

Um daginn öskraði stúlka, sem var að tala við bróðir minn, upp yfir sig við að sjá mig. Þá á ég ekki við venjulega upphrópun heldur skerandi öskur eins og í hryllingsmyndunum.

Ég er ekki mikið fyrir að raka mig í framan en þegar liðnir eru 24 dagar frá því að sú aðgerð var síðast framkvæmd og fólk farið að öskra skelfingaröskrum við að sjá mig þá verð ég að grípa til aðgerða. Bæði skegghárin fengu að fjúka í gær og þarmeð hef ég lést um hálft kíló í viðbót.

Allavega, ekkert annað að frétta. Látið það berast.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.