miðvikudagur, 28. júní 2006

Í gærdag var eitthvað gasslys í sundlaug Eskifjarðar. Ca. 30 manns voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en betur fór en á horfðist. Enginn er í lífshættu en þó eru nokkrir illa haldnir. Röngu efni hafði verið blandað í klórið og þannig myndaðist eiturský einhverskonar.

Í gærkvöldi fór ég á körfuboltaæfingu í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, þar sem einmitt er einnig sundlaug. Venjulega, þegar sólin skín eins og í gær, er sundlaugin fullkomlega troðin af fólki. Í gærkvöldi var hægt að telja sundlaugargesti á fingrum annarar handar. Ég geri ráð fyrir að orsökin hafi verið hræðsla við eitrun, sambærilega Eskifjarðareitruninni.

Gefum okkur að svona eitrun eða sambærileg eitrun gerist í sundlaugum á Íslandi á 30 ára fresti. Á austurlandi eru um 5% þjóðarinnar og þarmeð líklega 5% sundlauga landsins. 30 ár gera um 10.957 daga. Líkurnar á því að þetta gerist í sundlaug á Íslandi: 0,00912%. Líkurnar á því að þetta gerist á austurlandi: 0,00045%. Líkurnar á því að þetta gerist tvisvar sama daginn, í tveimur mismunandi sundlaugum sem báðar eru staddar á austurlandi: Engar.

Fólk er vænisjúkt.

Nema fólk hafi ekki mætt í sund vegna fótboltans en einhver stórleikur var í HM í gær.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.