sunnudagur, 11. júní 2006

Í gær var ég svo heppinn að útskrifast úr HR sem viðskiptafræðingur. Það eina sem breytist við það er að laun mín hækka, hvert sem ég fer. Jú, og ég mun ganga með pípuhatt og einglyrni hér eftir, þar sem ég er orðinn fínn maður.

Allavega, nafn mitt var kallað upp í útskriftinni, að sögn, en ég var fjarri góðu gamni í sundi á Egilsstöðum með gömlu fjölskyldunni og framtíðar fjölskyldunni (bræðrum mínum, pabba og Soffíu). Ég hélt nú samt upp á þetta með kóki og risahrauni en það var einmitt það eina sem ég borðaði allan minn háskólaferil, ásamt einstaka núðluskammti. Ég mæti á næstu útskrift. Ég lofa.

Ef einhver fyrrum samnemandi minn les þetta; til hamingju með útskriftina.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.