sunnudagur, 18. júní 2006

Þennan morguninn hef ég verið frekar utan við mig. Dæmi:

* Ég reyndi að opna kókflösku sem þegar var opin, með frekar góðum árangri.

* Ég hlustaði á Valdísi væmnu á Bylgjunni í ca klukkutíma, dæsandi og andvarpandi á víxl yfir sjúkri væmni og viðbjóði, áður en ég áttaði mig á því að ég gat skipt um útvarpsstöð, jafnvel hlustað á mp3 lög.

* Ég finn ekki fleiri atriði en tvö.

* Ég skrifa hér að ofan að aðeins er um að ræða tvö atriði þegar þrjú eru fundin.

* Fjögur núna. Ég hata sjálfan mig meira með hverri setningunni sem ég skrifa.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.