fimmtudagur, 20. apríl 2006

Mér hefur farið aftur í að skrifa bloggfærslur. Fyrir nokkrum dögum keyrði ég frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og enn hef ég ekki skilað tölfræðilegum niðurstöðum. Þær koma hér að neðan, alltof seint:

* Björgvinar með í för: 1
* Peugeot Présence 206 keyrt: 1
* Fjöldi af mér sem keyrði alla leið: 1
* Farnar lengstar mögulegar suðurleiðir í þessari ferð: 1
* Farnar norðurleiðir í þessari ferð: 0

* Eknir kílómetrar: 743
* Notaðir bensínlítrar: 55
* Eyðsla í lítrum á 100 km: 7,4
* Mílur á hvert gallon: 31,78
* Vegalengd í km á einn tank (50 lítrar): 675

* Fjöldi stoppa á leiðinni: 4
* Meðallengd stoppa í mínútum: 9,69
* Staðalfrávik stoppa í mínútum: 7,64
* Lengd ferðar í klukkustundum: 7,83
* Lengd ferðar í klukkustundum mínus stopp: 7,18
* Meðalhraði í km/klst með stoppum: 94,89
* Meðalhraði í km/klst án stoppa: 103,48
* Tími ferðar á löglegum meðalhraða í klst: 8,255
* Tími ferðar á löglegum meðalhraða í klst með stoppum: 8,9

* Smádýr sem keyrt var yfir viljandi: 0
* Smádýr sem keyrt var yfir óviljandi: 0
* Fjöldi sandstorma: 2
* Geisladiskar spilaðir á leiðinni: 9
* Lög sem sungið var með: 7

Þar hafið þið ferðasöguna í tölum. Njótið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.