föstudagur, 14. apríl 2006

Hér er ca það sem ég hef verið að hugsa í dag.

* Ég fór út að ganga í dag með Soffíu og Möggu systir hennar. Hver einasti bíll sem keyrði framhjá starði á okkur þrjú. Hvernig er það, get ég ekki lengur farið út að ganga án þess að fólk hálf slasi sig yfir tignarlegu fasi mínu og frumlegu göngulagi?

* Snjallt hjá yfirvöldum Egilsstaða að hafa ekki gert við malbikaða veginn í mörg ár til að fá fólk til að ganga meira og þarmeð spara bensínið. Vegurinn á Egilsstöðum er sá versti sem ég hef um ævina séð og þakka ég þeim fyrir að spara mér bensínið. Verst að bíllinn verður sennilega fyrir hnjaski ef ég slysast til að keyra hann innanbæjar.

* Það er mjög gott að koma hingað og slappa af í tvo daga í faðmi kærustu, fjölskyldu hennar og fjölskyldu minnar. Ég hlakka til að koma aftur í sumar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.