sunnudagur, 8. janúar 2006

Það er helst að frétta að:

* Ég kynnti pabba fyrir tengdadóttir sinni, Soffíu minni í gær í matarboði á heimsmælikvarða hjá honum.
* Ég rakaði mig í gær í fyrsta sinn síðan á aðfangadag við mikinn fögnuð viðstaddra.
* Viðgerðinni á bílnum mínum er lokið. Hún var svo ódýr, sem segir mér að Lancerinn minn er það ódýr í rekstri að ég get frestað jeppakaupum um önnur 20 ár.
* Ég hef annars ekkert annað gert fyrir utan að sofa og fara í íþróttahúsið að lyfta lóðum, rétt eins og frummaður.

Ég lofa að skrifa eitthvað fyndið þegar eitthvað fyndið gerist eða ég hugsa það. Þangað til; blákaldur raunveruleiki.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.