fimmtudagur, 29. desember 2005

Í mikilli blogghugmyndalægð ákvað ég að skreppa til tannlæknis í morgun. Hugmyndin var að fá urmul af blogghugmyndum og varð ég ekki fyrir vonbrigðum.

Ég fékk hjá tannlækninum aðstoð sem kostaði eftirfarandi:

Reglubundið eftirlit: 29.485 kr./klst.
Röntgenmyndataka: 29.760 kr./klst.
Hreinsun tannsteins: 74.400 kr./klst.

Sem betur fer var ég ekki heila klukkustund hjá tannlækninum heldur aðeins fimm mínútur að láta taka rötgenmynd, og tvær mínútur að láta hreinsa tannsteininn, alls sjö mínútur. Alls greiddi ég kr. 8.400 fyrir að fá það staðfest að ég er með óskemmdar tennur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.