fimmtudagur, 22. desember 2005

Ég hef samið mína fyrstu Hæku. Hæka er yfir 700 ára Kínverskt ljóðform. Reglur þeirrar ljóðategundar eru eftirfarandi:

* Þrjár línur.
* Þarf ekki að ríma.
* Fyrsta og þriðja línan eiga að vera 5 atkvæði.
* Önnur línan á að vera 7 atkvæði.

Hér er mitt ljóð:

hæka er of stutt
næ aldrei að klára það
alltof fá orð sem


Nú stoppar mig ekkert. Amk ekki frá því að fá mér trefil, skrítinn hatt og örlítil gleraugu ásamt því að skrá mig sem listamann í símaskránna, ef ég væri með símanúmer skráð.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.