Núna og næstu ca tvo mánuðina verður myrkrið allsráðandi hjá Íslendingum. Þá er tilvalið að skella sér í þunglyndi. Sumir geta það þó ekki, einhvera hluta vegna, og því þurfa þeir einstaklingar hjálp. Hér er listi yfir aðgerðir sem koma ykkur amk í vont skap, ef ekki alla leið í þunglyndi:
* Keyra í Reykjavík frá klukkan 7:30-9:00 á morgnanna eða frá klukkan 16:00-18:00(kom fyrir mig um daginn). Umferðarkerfi Reykjavíkur er svo út í hött að það myndast alltaf flækjur allsstaðar.
* Versla í Bónus (kom fyrir mig um daginn). Nóg sagt.
* Fara í kirkju (kom fyrir mig um árið). Drepleiðinlegt.
* Reyna að ná sambandi við þjónustuver Símans(kom fyrir mig um daginn). Tekur lágmark 15 mínútur. Reyndar er tónlist spiluð á meðan á bið stendur en samt er aðgerðin niðurdrepandi.
* Hnerra þangað til þú hnerrar blóði (kom fyrir mig um daginn).
* Gleyma ljósunum á bílnum daginn eftir að hann varð rafmagnslaus fyrir það sama (kom fyrir frænda minn um daginn). Sjúklega vandræðalegt, að sögn.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.