Á morgun á ég að:
* Halda fyrirlestur í Hagnýtri Tölfræði II um gengi rannsóknar minnar á NBA deildinni. Felur í sér sjúka rannsóknarvinnu.
* Halda hálftíma fyrirlestur í Rafrænum Viðskiptum um viðskiptahugmynd okkar á internetinu. Felur í sér fundi og talsverða vinnu.
* Skila inn verkefni í Framleiðslustjórnun. Er ekki byrjaður á því.
* Leggja lokahönd á ráðstefnu sem við höldum á föstudaginn en vinnan á bakvið hana er geðsjúk.
Ég ætlaði að klára þetta allt og svo horfa á video með systkinum mínum, Björgvini og Kollu í kvöld. Ég áttaði mig þó fljótlega á því að til að það gæti gengið upp þyrfti sólarhringurinn að lengjast um 200 klukkustundir, gróflega áætlað. Ég vonast því bara eftir að loftsteinn skelli á jörðinni svo hún snúist hægar næsta sólarhringinn eða svo.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.