mánudagur, 21. nóvember 2005

Lengi vel hélt ég því fram að hljómsveitin White Stripes væri sú svalasta í bransanum. Eftir tónleika gærkvöldsins er það álit gjörbreytt. Nú finnst mér þetta langsvalasta hljómsveitin í bransanum og þótt víðar væri leitað. Aldrei áður hef ég næstum fengið blóðnasir vegna sval-leika hljómsveitar. Hér er dómur minn á tónleikunum:




Ég man ekki hvað upphitunarsveitin heitir enda ný á sjónarsviðinu. Nektin hjá White Stripes fólst í því að Jack White fór úr jakkanum og tók hattinn af.

Allavega, ég hef ákveðið að helga lífi mínu þessari sveit. Mitt fyrsta verk er að skrifa þessa færslu. Næsta verk er að fá alla í heiminum til að hlusta á hana. Þriðja verk mitt er að plana hvernig öðru skrefi verður komið á.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.