mánudagur, 21. nóvember 2005

Hér er formúla fyrir leiðinlegasta og minnst aðlaðandi útvarpsþátt sögunnar, að mínu mati:

Þátturinn...

...þarf að hafa Valtýr Björn sem rödd þáttarins.
...þarf að fjalla um fótbolta.
...þarf að vera tveir tímar á lengd, frá 12:00-14:00 helst.
...þarf nauðsynlega að hafa símann alltaf opinn svo menn, sem halda að það sé áhugaverðast í heimi að þeir séu aðdáendur einhvers liðs í ensku deildinni, geti hringt inn og sagt skoðun sína á hverju sem er, enda vita þeir betur.
...þarf að heita því leiðinlega nafni "Mín skoðun".

Ég vona að enginn lesi þessa færslu og ákveði að hefja einn svona þátt. Ég myndi ekki afbera það, þar sem ég trúi ekki á að skipta um útvarpsstöð.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.