Ég varð fyrir fremur ónotalegri lífsreynslu í gær í Smáralindinni þegar ég stóð upp við glerhandrið og hugsaði um William Hung. Þá vatt sér að mér stúlka ein, á að giska 16-17 ára, helförðuð og hóf að angra mig. Samtalið var eitthvað á þessa leið:
Glyðran: Vá, djöfull er flott á þér hárið. Rosaflott lína í því.
Ég: Takk! (furðu lostinn).
Glyðran: Hvernig ferðu að þessu? Þetta er svakalegt. Örugglega erfitt að ná svona. Hvar léstu gera þetta?
Ég: (leitandi að falinni myndavél) ha?
Glyðran: Án gríns. Vá. Ég vil fá svona.
Ég: Viltu ekki bara labba áfram?
Glyðran: Nei, ég er ekki að grínast!
Ég hefði lúbarið hana á þessum tímapunkti ef það hefði ekki ruglað hárgreiðslunni minni. Þess í stað snéri ég mér bara undan þangað til hún lét sig hverfa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.