Einhversstaðar heyrði ég að ef mann klæjar í lófann þá á maður von á gestum. Einnig heyrði ég að ef maður fær hiksta er einhver að tala illa um viðkomandi.
Síðast en ekki síst heyrði ég að ef maður er búinn að vera með fjörfisk í auganu í sjö vikur þá sé maður að verða geðveikur. Skemmtileg tilviljun því ég einmitt hef verið með fjörfisk í vinstra auganu í sjö helvítis vikur!
Ef einhver er með ráðleggingar, hugmyndir, lækningar, nudd, lyf, dóp eða heróín gegn þessu, látið mig vita.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.