miðvikudagur, 12. október 2005

Mig hefur alltaf langað til að gera "vissir þú..." dálk um þessa síðu. Svo fór ég að hugsa, hvað er að koma í veg fyrir að ég geri það? Ekkert.

Vissir þú...

...að rassgat.org er yfirsíða sex síðna sem ég sé um, þar á meðal þessa bloggs?
...að ég hef þrisvar sinnum ætlað að hætta að blogga síðasta hálfa árið? Meira að segja skrifað kveðjufærslur og póstað en hætt svo við stuttu síðar?
...að síðustu 30 daga hafa verið skráðar 388 athugasemdir á þessa síðu. Það gera 13 athugasemdir á dag og 4.720 athugasemdir á ári?
...að um 75% (gróflega áætlað) blogghugmynda vakna við að spjalla við annað fólk á msn eða í persónu?
...að á þessari síðu er hlekkjað á 60 virk blogg?
...að það hlekkja ekki 60 blogg á þessa síðu?
...að ég les hverja færslu yfir nokkrum sinnum áður og breyti áður en ég pósta henni?
...að á þessa síðu koma á milli 130-200 manns á dag á virkum dögum?
...að það er hægt að auglýsa á þessari síðu fyrir mjög lítinn pening?
...að ég er ekki í neinum nærbuxum þegar þetta er ritað?

Þá vitið þið það. Mér finnst þið betri fyrir vikið. Vona að ykkur finnist það sama.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.