miðvikudagur, 19. október 2005

Á gangi um daginn um bílastæði Háskóla Reykjavíkur tók ég eftir þremur bílum í röð með OX í númeraplötu. Þar sem það eru aðeins notaðir enskir stafir í íslenskum númeraplötum og í enska stafrófinu eru 26 stafir eru líkurnar á þessu eftirfarandi:

Líkurnar á því að OX sé í númeraplötu: 1:26^2 = 1:676
Sem þýðir að ef það eru 100.000 bílar á Íslandi þá eru um 148 bílar með OX númeraplötur.

Líkurnar á því að OX sé á þremur bílum í röð: 1:676^3 = 1:308.915.776
Sem gera um 0,000000324% líkur.

Til samanburðar má nefna að:

Líkurnar á því að vinna 1. vinning í lottóinu: 1:(38!/(38-5)!)/5! = 1:501.942
Sem segir að í 501.942 skipti sem þið kaupið línu í lottóinu þá vinnið þið.

Það eru því ótrúlegt hversu rosalega heppinn ég er.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.