föstudagur, 28. október 2005

Dagurinn byrjaði á eftirfarandi dagskrá:

11:00 Vaknaði alltof seint eftir verkefnavinnu til 3 í nótt. Var of seinn á fund.
11:05 Hringdi í alla sem ég þekki í HR til að tilkynna seinkun mína. Enginn svaraði.
11:10 Ætlaði á netið til að tilkynna seinkun. Netið var úti í fyrsta sinn í vetur.
11:15 Ætlaði á Laugarvatn seinna í dag. Leit út um gluggann, snjór út um allt og ófært þangað.
11:17 Tannburstaði mig. Rak tannburstann full harkalega í holdið. Það blæddi.
11:22 Á leiðinni úr herberginu rak ég tánna bylmingsfast í hurðina.

Hér er svo gróf áætlun fyrir restina af deginum, ef fer fram sem horfir:

15:00 Ætla að fá mér köku en hitti ekki og borða af mér hendina.
17:00 Heimurinn ferst.

Við áætlun þess var notast við eftirfarandi forrit:
Eviews
Excel
Crystal Ball
Civilization III Conquests

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.