laugardagur, 3. september 2005

Í næsta herbergi við mig heyrast sífellt þungir dynkir eftir kvöldmatarleytið og með þeim hávær öskur og læti. Ég hef hingað til forðast að láta sjá mig á göngunum um leið og parið sem býr þar af ótta við vandræðalegar augnagotur þar sem ég taldi klárlega um dýrsleg mök vera að ræða.

Mikið óskaplega var ég feginn að sjá að stelpan var með glóðarauga og margsprungna vör þegar ég mætti henni óvart á göngum vistarinnar í morgun. Ég heilsaði henni því hátt og snjallt, alls ekki vandræðalegur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.