þriðjudagur, 6. september 2005

Mér voru að berast stórar fréttir til eyrna og augna. Ég vil ekki segja of mikið um málið, þar sem ég er hlédrægur og málið viðkvæmt en það lítur út fyrir að Arthúr teiknimyndasagan sé orðin fræg. Á morgun birtist viðtal við okkur Jónas Reyni í DV um Arthúr með myndum af okkur og einni strípu af Arthúr. Í framhaldi af því er ekki ólíklegt að gerður verður við okkur kvikmyndasamningur og við jafnvel beðnir um að sitja fyrir naktir víðsvegar, í sitt hvoru lagi að sjálfsögðu.

En aðalatriðið er þó að týna sér ekki í vonum og væntingum. Allavega, kíkið á DV á morgun.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.