þriðjudagur, 27. september 2005

Hér er ráðlegging fyrir ykkur sem finnst leiðinlegt að versla í brjáluðum mannstraumi. Tilbúin? Hún er í skrefum:

1. Flytjið í bæinn (bæinn = Reykjavík).
2. Skráið ykkur á viðskiptafræðibraut í HR (HR = Háskólinn í Reykjavík).
3. Klárið tvö ár.
4. Byrjið þriðja árið og lítið ekki í bækurnar þangað til kemur að fyrsta miðannaprófinu.
5. Geymið þá að læra fram á síðustu stundu og lærið alla nóttina fyrir próf.
6. Takið ykkur pásu um klukkan 03:30 og verslið í 10-11 sem er opin allan sólarhringinn. Ekki sála að versla.

Ég hef stundað rannsóknir á þessu og þetta virkar. Eins einfalt og A B C.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.