föstudagur, 19. ágúst 2005

Sumrinu á skattstofunni að ljúka. Auðvitað fer ég yfir hvað mér hefur tekist að gera hér á skattstofunni í þessa þrjá mánuði sem ég hef starfað hér í sumar:

* Fara yfir rúmlega 1.500 framtöl.
* Skrifa um 500 bréf.
* Svara yfir 250 fyrirspurnum.
* Borða um 5,5 kökur.
* Slá garðinn 5 sinnum.
* Þrífa skattstofuna í rúmlega 6 vikur.
* Vinna yfir 800 tíma.
* Fá 12 ný grá hár.
* Eldast um 3 mánuði.

Ég kveð skattstofuna í dag klukkan 16 með tár í auga. Ég vona að ég komi aftur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.