þriðjudagur, 2. ágúst 2005

Það er vægast sagt erfitt að vera ég. Hver ákvörðun er gríðarlegt ferli eins og ég mun sýna fram á með eftirfarandi formúlu. Aðgerð er hrint í framkvæmd ef:

A + B*(X + Y) + C*(U + X) < D*(U + X) + E

A = Letistuðull
B = Þreytustuðull
X = Andlegur þáttur
Y = Líkamlegur þáttur
C = (1-D) = Ágóði á að gera viðkomandi aðgerð ekki
D = (1-C) = Ágóði á að gera viðkomandi aðgerð
U = Fjárhagslegur þáttur
E = Stig sem ég fæ hjá stelpum fyrir að gera viðkomandi aðgerð

Á mannamáli: Ef letin, þreytan og ágóðinn af því að gera eitthvað ekki er minni en fjárhagslegur og andlegur ágóði auk stiga sem ég skora hjá stelpunum fyrir að gera umrædda aðgerð, þá geri ég hana. Annars ekki.

Hver einasta ákvörðun dagsins fer í gegnum þessa formúlu mína. Lífið er erfitt en líf mitt er sérstaklega erfitt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.