miðvikudagur, 31. ágúst 2005

Í dag lærði ég að tæknilega séð er "athyglisvert" rangt þar sem orðið 'athygli' beygist aldrei í 'athyglis'. Essið er semsagt sett þarna til að tengja saman orðin. Réttara er því að segja "athyglivert". Þetta breytir öllu trúarkerfi mínu. Núna er réttara að segja "keppnimaður", "keppnigrein", "athygligáfa", "ruslfata", "ruslkeppur" og svo margt fleira.

Ég tek því 15 mínútna pásu frá þessu bloggi til að jafna mig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.