fimmtudagur, 2. júní 2005

Í dag er hinn árlegi 'Skrifaðu-í-gestabókina-eða-ég-kýli-þig-í-andlitið' dagurinn þar sem allir skrifa í gestabækur allra, en þó sérstaklega mína, til að forðast andlitshögg. Skiptir þá engu hvort viðkomandi hafi áður ritað í viðkomandi gestabók, það er dagurinn í dag sem skiptir máli.

Nýlega upphófust umræður um að breyta þessum degi í 'Skrifaðu-í-gestabókina-eða-ég-rota-þig' til að auka áhrifin í ljósi leti fólks við að skrifa og dugnað í að láta kýla sig í andlitið en sökum skriffinnsku komst sú tillaga ekki í gegn í tæka tíð.

Gestabókin er hér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.