föstudagur, 29. apríl 2005

Komin eru ýmis kurl til grafar í gleraugnamálinu mikla en í dag pantaði ég gleraugun ógurlegu sem sjást hér að neðan. Við kaupin fékk ég ýmsar nýjar upplýsingar sem olli því að ég skrifa þessa færslu.

Fyrir utan að það tekur tvær vikur að smíða gleraugun en ekki fjóra daga þá lítur út fyrir þau að kosti næstum 1/20 úr milljón krónum. Lítið verð fyrir góða sjón næstu árin. Allavega, ég kem, í kjölfarið, með eina skrítnustu fyrirspurn allra tíma hérna; Getur einhver sem er á leið til útlanda fljótlega sparað mér rúmlega 9.000 krónur með því að lána mér farseðil sinn í ca 10 mínútur?

Ef svo er, kærar þakkir. Ef ekki, brennið öll í helvíti um alla eilífð, á góðan hátt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.