mánudagur, 25. apríl 2005

Fyrir um sex vikum síðan hóf ég einfalt átak sem fól í sér að taka eins margar armbeygjur og ég gæti áður en ég færi í sturtu daglega. Mér brá heldur betur í brún þegar mér tókst að taka 50 armbeygjur um daginn, sérstaklega í ljósi þess að þegar ég byrjaði var ég búinn, bæði andlega og líkamlega, eftir 10 stykki.

Einnig skelfir það mig að líta til framtíðar því ef fer fram sem horfir (þ.e. ég fimmfaldi krafta mína á sex vikna fresti) mun ég, að ári liðnu, taka um 97.656.250 armbeygjur í einu og ég hef bara alls ekki tíma fyrir það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.