föstudagur, 25. mars 2005



Hinn raunverulegi Carter þjálfari


Fyrir tveimur vikum sá ég myndina Coach Carter með Björgvini bróðir. Ástæðan fyrir myndavalinu var ekki sú að hún vakti athygli okkar heldur vegna skorts á bíómyndum í bíóum landsins.
Allavega, myndin fjallar um Carter sem verður þjálfari bölvaðra ribbalda í gagnfræðiskóla í bandaríkjunum. Hann setur reglur og viti menn, þeir blómstra.
Vel leikin, fín afþreying en dæmigerð þrátt fyrir að vera sannsöguleg. Of löng mynd, eins og flestar myndir dagsins. Hef ekkert meira um þessa mynd að segja. Jú, Samuel L. Jackson leikur aðalhlutverkið.

Tvær stjörnur af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.