Heppni mín hefur náð nýjum hæðum. Ekki nóg með að ég hafi aldrei brotið bein um ævina, eigi eins góða foreldra og hægt er að ímynda sér og sé fallega tenntur heldur fann ég líka þúsundkall á leið heim úr skólanum í gærkvöldi. Þetta olli því að ég rifnaði næstum úr hamingju og leigði mér eitt stykki DVD disk fyrir kvöldið ásamt meðlæti sem alls kostaði um 1.150 krónur.
Ég tapaði því um 150 krónum á þessari heppni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.