Í gær bætti ég persónulegt met í að draga fólk á þessa síðu en þá komu alls 215 manns á þessa síðu. Þá vantar mig bara 164.647 manns í viðbót til að ná aðal erkióvini mínum; mbl.is en það er einn geðsjúkur bloggari og grunsamlega vinsæll.
Allavega, í tilefni af því að ég rauf 200 gesta múrinn ákvað ég að bjóða í þessa vöru á ebay og vann. Nú er ég semsagt eigandi upphitunarvestis Donyell Marshall þegar hann var hjá Utah Jazz.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.