föstudagur, 25. febrúar 2005



Constantine er ekki mikið fyrir að þrífa hjá sér veggina


Fyrir, á að giska viku síðan, sá ég myndina Constantine í fríðu föruneyti Óla og Helga bróður. Myndin fjallar um einhverskonar hetju, John Constantine, sem berst einhverskonar baráttu við einhverskonar djöfla eða engla. Á leiðinni kynnist hann einhverskonar gellu sem einhverra hluta vegna leitar til hans vegna einhverskonar sjálfsmorðs systur sinnar.

Í aðalhlutverkum eru Keanu Reeves og Rachel Weisz. Reeves skilar hlutverki sínu ágætlega miðað við að hann kann alls ekki að leika og Weisz er nokkuð góð.

Myndin er einhverskonar spennumynd, nokkuð góð en algjörlega óskiljanleg engu að síður.

Tvær stjörnur af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.