föstudagur, 7. janúar 2005

Það líður að því að ég hafi tíma til að upprifja árið 2004 þar sem ég var að koma úr mínu eina veikindaprófi og gekk bara þónokkuð illa. Allavega, þangað til kemur gælunafnaupprifjun en þegar ég bjó á Tunguvegi 18 í fyrra skapaðist sú sérkennilega hefð að allir fengu viðurnefni einhverskonar. Hér er listinn:

Óli: Óli Rú - S.b. Kalli Lú.
Guggur: Stuðmundur 2500 (- þegar hann var fullur) og Gummi frá Reykjavík ( -þegar hann var að læra).
Víðir: Mars McVíðir - Borðaði mikið af Mars og vinnur á McDonalds.
Gústi: Ágústus Keisari - Hljómaði vel og hann naut mikillar kvenhylli.
Ég: .tk - Þar sem ég er með netfangið finnur.tk.

Gestir:
Kristján Orri: Ko Kid - Skammstöfun + andlegt ástand mannsins.
Markús: Marky Markús - S.b. Marky Mark.

Enn fremur voru öll nafnorð tekin og sett í frummynd sína að viðbættu "ari" og greini ef við átti. Ennfremur var þeim breytt í karlkyn. Dæmi: Taskan varð að taskarinn og borðið varð að borðarinn.

Núna bý ég hinsvegar einn og þar er eina hefðin að ganga um nakinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.