sunnudagur, 9. janúar 2005

Lífið er fullt af hamingjustundum og eru þá hamingjustundirnar yfirleitt óvæntar uppákomur. Í kvöld fékk ég mér hrökkbrauð með osti og mjólk með, fjögur stykki nánar tiltekið og þegar ég hafði lokið við, að ég hélt, helminginn hugsaði ég mér að þetta væri aldeilis gott á bragðið. Ennfremur hugsaði ég að það væri gott að hafa eitt hrökkbrauð í viðbót en það myndi fela í sér ferð í eldhúsið þar sem allt var niðurpakkað. Þegar ég svo leit á diskinn sá ég að þar hafði ég aðeins lokið við eitt stykki og því þrjú eftir. Það var nóg til að ég brosti eyrnanna á milli.

En allavega, ég er hamingjusamur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.