miðvikudagur, 26. janúar 2005

Það er ákveðin stemning sem fylgir því að vera með hausverk. Dagurinn lengist og viðkomandi verður mjög pirraður, ef ekki viðskotaillur. Það eru þó ekki allir svo heppnir að fá hausverk alla jafna, sérstaklega ekki þegar losna þarf undan kynlífsskuldbindingum eða þörf er fyrir pirraða manneskju og lítið að gera í því nema að skalla vegginn í einhvern tíma en það er leiðinleg lausn. Önnur lausn á þessu hefur verið fundin! Snillingarnir hjá seven-up hafa komið með frábæran valmöguleika; 7-up cherry! Ein 33ml dós og þú færð sjúkan hausverk sem endist alla nóttina, jafnvel fram á næsta dag enda er innihaldið ca 97% sykur, 2% kirsuberjasafi og 1% meiri sykur. Það er þó sennilega ekki sykurinn sem veldur hausverknum heldur ofboðslega vonda bragðið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.