miðvikudagur, 1. desember 2004

Þýskarar eiga tvö fáránlegustu heimsmetin að því er virðist. Hér stendur allt um fyrra heimsmetið en það felst í því að taka 286 ár að koma bréfi til skila. Hitt heimsmetið, sem ég hef nefnt áður og get alltaf hlegið jafnmikið að, nú síðast fyrir þremur mínútum, er að árið 1921 var verðbólgan í Þýskalandi 13.000.000.000 prósent (þrettánþúsund milljón prósent) á einu ári en til samanburðar má nefna að verðbólgumarkmið Íslendinga eru 2,5 prósent þessi árin og var mest um 80% í byrjun níunda áratugarins.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.