sunnudagur, 19. desember 2004

Ég sá Ísland í dag um daginn þar sem verið var að ræða einhvurn andskotann og boðað til kosninga í gegnum sms um málið, sem er allt í lagi þannig séð. Svo var mér litið á skjáinn og þar sá ég að smsið kostaði 39,90 krónur; fólk þurfti semsagt að borga fyrir að gefa skoðun sína! Ekki nóg með það heldur svöruðu um 400 manns sms símakosningunni og gerðu hana þarmeð ógilda og ranga, í ljósi þess að aðeins heimskt fólk sem kann alls ekki að fara með peninga svaraði könnuninni.

Niðurstöðurnar í þessum þættum voru að veðurfræðingar ættu að spá betra veðri.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.