þriðjudagur, 7. desember 2004



The Forgotten / Á hálum ís


Fyrir rúmum tveimur vikum fór ég í bíó með Björgvini bróðir og sá myndina The Forgotten, þar sem Julianne Moore er að verða geðveik úr sorg yfir hvarfi sonar hennar. Smámsaman fara minningarnar um son hennar að hverfa á mjög órökréttan og bjánalegan hátt og að lokum verður kátt í höllinni enda hún á hálum ís, en þaðan er íslenska heiti myndarinnar fengið.

Leikurinn er viðunandi enda eru þarna nokkuð góðir leikarar, tæknibrellurnar til fyrirmyndar og fyrstu 5 mínúturnar nokkuð góðar. Restin er drasl og endirinn einn sá fáránlegasti sem ég hef séð í tugi ára. Hræðileg mynd. Hún færð þó hálfa stjörnu af fjórum fyrir tæknibrellurnar. Jafnvel hálfa í viðbót fyrir stofustemninguna í sal þrjú í regnboganum, nema 14" sjónvarpið mitt er aðeins stærra.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.