föstudagur, 31. desember 2004

Þar sem nú er síðasti dagur ársins verð ég að skrifa allt það sem mun koma fram í annálum fyrir árið 2004. Þar er mér efst í huga bíómynd sem ég á eftir að gagnrýna en ég sá hana rétt fyrir jólin.

Myndin heitir Shrek og er númer tvö. Myndin fjallar um skrímslahjón sem fá heimboð foreldra annars skrímlisins, en þeir eru mennskir og vita ekki af skrímslavæðingu dóttur sinnar, sem er einmitt 50% skrímslahjónanna.

Allavega, myndin er vel gerð eins og fyrri myndin og nokkuð sniðug en er ljósár frá því að vera jafnfyndin og sú fyrri. Mæli samt með henni.

Til gamans má geta þess að lagið People ain't no good með meistara Nick Cave er einmitt spilað í þessari mynd og því hækka ég hana um 0,0001 stjörnu fyrir hvert orð sem Eddie Murphy les í þessari mynd.

Þrjár stjörnur af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.