laugardagur, 20. nóvember 2004

Án þess að ég geri lítið úr því þá held ég að laugardagar í útrýmingabúðum nasista hafi verið skemmtilegri en þessi, bráðum sunnudagur, hefur verið hjá mér. Ég hef setið hér í mötuneyti HR í allan dag að lesa glósur í Alþjóðaviðskiptum, þurfandi að afþakka boð á boð ofan um einhverskonar skemmtun með tárin í augunum og víðar.
Ég gæti svosem haft það verra. Ég gæti verið að læra lögfræði eða eitthvað álíka óskiljanlegt. Það borgar sig alltaf að hugsa um það hversu mikið verra maður getur haft það þegar manni líður svona illa.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.