fimmtudagur, 18. nóvember 2004

Þá hef ég lokið síðasta skilaverkefninu í æsispennandi þriggja binda tölfræðiseríu fyrir Hagnýta Tölfræði I í HR. Þessu síðasta riti var beðið með mikilli óþreyju en eina eintakið sem gefið var út var skilað inn til kennara eins og heitri lummu í gær.

Svona lítur þá tölfræðibálkurinn út (forsíður):

Verkefni 1: Á hálum ís
Verkefni 2: Hörkufjör á heimavist
Verkefni 3: Allt vitlaust á kaffihúsinu

Fyrstu tvö verkefnin fengu mjög góða dóma gagnrýnenda, það fyrra 10 af 10 mögulegum og síðara 9,6. Ekki er búist við góðri einkunn að þessu sinni þar sem (Spillir: ekki lesa lengra ef þú vilt ekki vita hvernig þetta alltsaman endar) aðal söguhetja verkefnisins deyr í lokin eftir að hafa verið nauðgað ítrekað andlega af dreifni og formúlu bestu línu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.