mánudagur, 22. nóvember 2004

Þá er komið að hlekkjum vikunnar:

Þessi frétt er áhugaverð, ekki síst fyrir síðustu setninguna. Hvað í helvítinu er verið að meina?

Jónas Reynir fann þessa mynd nýlegá hugi.is sem ég sendi inn árið 2000 ca. Samt sem áður stendur að hún sé send inn núna í sumar. ÚHÚHÚHÚ! Óhugnarlegt! Kannski voru þetta draugar sem breyttu þessu.

Alltaf gaman þegar stórkostlega gáfað fólk byrjar að blogga (engin kaldhæðni). Þorbjörn gamli eðlisfræðikennari minn í menntaskóla er með magnað blogg hérna. Mæli með honum.

Þessi hlekkur er algjörlega vonlaus.

Og að lokum eru hér fyndnustu teiknimyndasögur sem ég hef séð í mörg ár, eða amk mínútur. Rugla þessu alltaf saman.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.