föstudagur, 19. nóvember 2004

Þá er einni mestu lærdómstörn allra tíma lokið með skil á ca 15 blaðsíðna ritgerð um gagnsæi peningamálastefnunnar og ég get loksins einbeitt mér að öðru, eins og að læra fyrir próf.

Ef ég næ að læra nógu mikið til að ná öllum prófunum, mun ég læra svo mikið að ég missi vitið. Og öfugt; ef ég missi ekki vitið, þá mun ég ekki ná einhverju prófi.

Ég hef ekki geðheilsu til að sanna þessa kenningu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.