Upp hefur komið vandamál á stúdentagörðunum. Ég virðist engan veginn getað vaknað á morgnanna til að mæta í tíma, ekki munandi eftir því að hafa vaknað við þá fjóra vekjara sem eiga að sjá um það einfalda hlutverk að vekja mig. Ég hef tekið saman allar staðreyndir vandamálsins og hér er tæmandi listi yfir mögulegar lausnir á málinu (sú líklegasta efst og svo framvegis):
1. Sá/sú sem lagði á mig vekjaraklukkubölvunina aflétti álögunum.
2. Geimverurnar sem ræna mér á hverri nóttu og setja mig í djúpsvefn hætti því.
3. Skólinn seinki tímum um ca fjóra tíma hvern dag.
4. Skipt verði um rúm á stúdentagörðunum svo ég sofi ekki svona vel.
Einn möguleiki kemur alls ekki til greina, því þetta er allra annarra vandamál og ekki mitt, en hann fær samt að fljóta með:
5. Ég fari fyrr að sofa og drulli mér á lappir á réttum tíma.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.