Undur og stórmerki hafa átt sér stað. Í gær, laugardaginn 9. október 2004, var internetlaus dagur hjá undirrituðum. Ákvörðunin um internetlausan dag var, ólíkt síðasta internetlausa degi (sem átti sér stað í ágúst 2002), ekki tekin á stjórnarfundi veftímaritsins heldur bara alls ekki tekin. Svona varð svo gærdagurinn:
12:00 Vaknaður.
13:30 Á Laugarveginum með Björgvini bróðir sem var í bænum um helgina.
15:00 Í Kringlunni með Björgvini og Kollu.
17:00 Körfuboltaæfing.
20:30 Kominn heim af æfingu.
21:00 Steinlá við sjónvarpið í góðum gír.
23:59 Hugsaði "Æ fökk! Bloggið!"
Þannig að ég er löglega afsakaður. Ég biðst samt afsökunnar, þó sérstaklega til Jóns Bónda, sem er dyggasti lesandi veftímaritsins.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.