mánudagur, 4. október 2004

Á göngu minni í skólann velti ég því fyrir mér hvort ég væri að neyta nægjanlegs magns fosfórs. Þegar ég svo skoðaði umbúðir drykkjarjógúrtsins sem ég hafði nýlega klárað í tölfræðitíma morgunsins sá ég að þá strax, klukkan 09:23 að staðartíma, hafði ég neytt 92 mg af fosfóri eða um 11,5% af ráðlögðum dagskammti.

Þarmeð get ég strikað þær áhyggjur í burtu og farið að stressa mig yfir náminu, nú eða hvort ég borði nóg af kalki.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.