Það eru..
..tæplega 50 ár í dauða minn, gróflega áætlað.
..hérumbil 24 ár í fimmtugsafmæli mitt.
..átta mánuðir í afmæli mitt.
..tveir mánuðir til jóla.
..fimm vikur í jólafrí.
..fjórar vikur í að ég verð milljarðamæringur af auglýsingum á þessari síðu.
..sjö dagar í mestu lærdómstörn vetrarins.
..tíu mínútur eftir af nýja disknum með Quarashi sem ég er að hlusta á.
..ca þrjár mínútur í að ég æli yfir mig allan og tölvuna af viðbjóði yfir þessum fáránlega hópi sem er að öskrast á um idolið á föstudaginn, hérna í þessari litlu lærdómsaðstöðu sem við nemendur HR neyðumst til að nota saman. Sumt fólk heldur að það sé það mikilvægasta í heiminum og ber enga virðingu fyrir öðrum eða bloggþörf... lærdómsþörfum þeirra.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.